Aukin sala áfengis ógnar grundvallarmarkmiðum lýðheilsu Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 17:31 Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar