„Þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2024 19:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Sigurjón Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend. Heilbrigðisráðherra telur fjármálaráðherra ekki hafa gert mistök með því að senda erindi um málið til lögreglu. Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira