Hugsar hlýtt til áranna í Los Angeles Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. júní 2024 20:02 Silja Rós er viðmælandi í Hvað er í töskunni? Aðsend „Við áttum margar góðar stundir í sólinni að elta draumana okkar en kunnum líka að njóta lífsins. Þetta lag fjallar um þessa tilfinningu, þegar maður nær að vera alveg í núinu og er að njóta lífsins með vinum sínum á góðum sumardegi. Svo lítur maður til baka og á ennþá þessar fallegu minningar sem tilheyra allt í einu fortíðinni. Það er svolítil nostalgía í þessu lagi,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Real love er nýjasta lag Silju Rósar sem er tileinkað LA þar sem Silja Rós var búsett og hugsar hún hlýtt til Íslendingasamfélagsins þar. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Silja Rós - Real Love Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós sem er almennt mikil bakpokakona. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós.Aðsend Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Taskan mín er yfirleitt full af öllu sem ég gæti mögulega þurft yfir daginn. Ég er oftast með meira en ég þarf í töskunni minni, til öryggis. Ég er alltaf með símann minn, airpods og reyni að muna eftir lyklunum mínum. Annars er ég yfirleitt með tölvuna mína, hleðslutæki, penna, dagbók, lagasmíða bók þar sem ég skrifa niður nýjar hugmyndir af lagatextum og hljómum, góða bók að lesa (þessa dagana er það Meditations eftir Marcus Aurelius), greiðu, hárteyju, ilmvatn, blue lagoon varasalva, snyrtitösku, spritt, sólgleraugu og ég reyni mitt allra besta að muna eftir lyklunum mínum og astmapústinu mínu. Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Já, það leynist yfirleitt einhver orkusteinn í töskunni minni. Oftast verður þessi amethyst fyrir valinu en ég hef átt hann í 25 ár og mér þykir mjög vænt um hann. Silja Rós er oftast með orkustein á sér.Aðsend Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Það eina sem ég man alltaf eftir að taka með mér er síminn minn. Ég er mjög góð í að gleyma og týna hlutum. Og stundum týnast hlutirnir mínir í töskunni minni því það kemst svo mikið fyrir í henni. Silja Rós segist góð í að gleyma og týna hlutum.Gunnlöð Jóna Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Filson bakpokinn minn, hann er svo fallegur og þægilegur á sama tíma. Ég fékk hann í jólagjöf frá unnusta mínum fyrir nokkrum árum síðan og hef verið með hann á hverjum degi síðan. Það er ótrúlegt hvað það kemst mikið fyrir í þessari tösku og hún endist mjög vel. Mér finnst miklu þægilegra að vera með bakpoka heldur en stóra hliðartösku því þá leggst þunginn ekki bara á aðra öxlina. Silja Rós er alla jafna með bakpokann á sér.Aðsend Bakpokinn er líka hin fullkomna ferðataska því hún smellpassar undir flugvélasæti þegar hún er full. Mér finnst best að ferðast létt erlendis og þá gríp ég oftast bara þennan bakpoka með mér og lítið ferðaveski sem tengdamamma gaf mér. Þegar ég er með litla hliðartösku þá vel ég yfirleitt á milli Michael Kors töskunnar minnar eða hliðartösku frá Oliver Bonas sem ég skipti reglulega um ól á. Fékk þær báðar í gjöf frá mömmu. Michael Kors taskan er í miklu uppáhaldi hjá Silju Rós.Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ég nota Filson töskuna mína á hverjum degi þannig ég tek reglulega til í henni svo hún verði ekki of þung. Ég neyðist líka oft til þess að taka til í henni þegar ég týni einhverju. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Áður en ég fékk bakpokann minn var ég týpan sem var alltaf með 3 - 4 töskur á mér, þannig hann hefur gert lífið mitt mun þægilegra. Það er hægt að troða svo miklu í hann að ég kemst yfirleitt upp með það að vera bara með bakpokann minn. Ef ég þarf á fleiri töskum að halda yfir daginn t.d. ræktartösku, sundtösku eða litlu veski þá get ég geymt þær í bakpokanum. Líkamlega finnst Silju bakpokinn betri kostur.Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Stór taska, ég á það til að þéttbóka mig yfir daginn og þá er gott að vera með allt sem ég gæti mögulega þurft með mér. En ef ég er að fara eitthvað út þá gríp ég lítið veski fyrir símann minn, lyklana (ef ég man eftir þeim), ilmvatn, greiðu og gloss. Hér má hlusta á Silju Rós á streymisveitunni Spotify. Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Mikil væntumþykja í garð lyklakippunnar Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 30. maí 2024 11:30 „Allt frá ofnæmistöflum yfir í míní gjaldeyrissjóð“ Hönnuðurinn og tískuskvísan Katrín Alda eigandi KALDA er mikil töskukona og elskar töskur sem virka jafn vel á mánudagsmorgni og laugardagskvöldi. Katrín Alda opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 23. maí 2024 11:30 Alltaf með jager skot í töskunni Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 16. maí 2024 11:30 „Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 9. maí 2024 11:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Real love er nýjasta lag Silju Rósar sem er tileinkað LA þar sem Silja Rós var búsett og hugsar hún hlýtt til Íslendingasamfélagsins þar. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Silja Rós - Real Love Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós sem er almennt mikil bakpokakona. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Silju Rós.Aðsend Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Taskan mín er yfirleitt full af öllu sem ég gæti mögulega þurft yfir daginn. Ég er oftast með meira en ég þarf í töskunni minni, til öryggis. Ég er alltaf með símann minn, airpods og reyni að muna eftir lyklunum mínum. Annars er ég yfirleitt með tölvuna mína, hleðslutæki, penna, dagbók, lagasmíða bók þar sem ég skrifa niður nýjar hugmyndir af lagatextum og hljómum, góða bók að lesa (þessa dagana er það Meditations eftir Marcus Aurelius), greiðu, hárteyju, ilmvatn, blue lagoon varasalva, snyrtitösku, spritt, sólgleraugu og ég reyni mitt allra besta að muna eftir lyklunum mínum og astmapústinu mínu. Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Já, það leynist yfirleitt einhver orkusteinn í töskunni minni. Oftast verður þessi amethyst fyrir valinu en ég hef átt hann í 25 ár og mér þykir mjög vænt um hann. Silja Rós er oftast með orkustein á sér.Aðsend Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Það eina sem ég man alltaf eftir að taka með mér er síminn minn. Ég er mjög góð í að gleyma og týna hlutum. Og stundum týnast hlutirnir mínir í töskunni minni því það kemst svo mikið fyrir í henni. Silja Rós segist góð í að gleyma og týna hlutum.Gunnlöð Jóna Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Filson bakpokinn minn, hann er svo fallegur og þægilegur á sama tíma. Ég fékk hann í jólagjöf frá unnusta mínum fyrir nokkrum árum síðan og hef verið með hann á hverjum degi síðan. Það er ótrúlegt hvað það kemst mikið fyrir í þessari tösku og hún endist mjög vel. Mér finnst miklu þægilegra að vera með bakpoka heldur en stóra hliðartösku því þá leggst þunginn ekki bara á aðra öxlina. Silja Rós er alla jafna með bakpokann á sér.Aðsend Bakpokinn er líka hin fullkomna ferðataska því hún smellpassar undir flugvélasæti þegar hún er full. Mér finnst best að ferðast létt erlendis og þá gríp ég oftast bara þennan bakpoka með mér og lítið ferðaveski sem tengdamamma gaf mér. Þegar ég er með litla hliðartösku þá vel ég yfirleitt á milli Michael Kors töskunnar minnar eða hliðartösku frá Oliver Bonas sem ég skipti reglulega um ól á. Fékk þær báðar í gjöf frá mömmu. Michael Kors taskan er í miklu uppáhaldi hjá Silju Rós.Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ég nota Filson töskuna mína á hverjum degi þannig ég tek reglulega til í henni svo hún verði ekki of þung. Ég neyðist líka oft til þess að taka til í henni þegar ég týni einhverju. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Áður en ég fékk bakpokann minn var ég týpan sem var alltaf með 3 - 4 töskur á mér, þannig hann hefur gert lífið mitt mun þægilegra. Það er hægt að troða svo miklu í hann að ég kemst yfirleitt upp með það að vera bara með bakpokann minn. Ef ég þarf á fleiri töskum að halda yfir daginn t.d. ræktartösku, sundtösku eða litlu veski þá get ég geymt þær í bakpokanum. Líkamlega finnst Silju bakpokinn betri kostur.Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Stór taska, ég á það til að þéttbóka mig yfir daginn og þá er gott að vera með allt sem ég gæti mögulega þurft með mér. En ef ég er að fara eitthvað út þá gríp ég lítið veski fyrir símann minn, lyklana (ef ég man eftir þeim), ilmvatn, greiðu og gloss. Hér má hlusta á Silju Rós á streymisveitunni Spotify.
Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Mikil væntumþykja í garð lyklakippunnar Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 30. maí 2024 11:30 „Allt frá ofnæmistöflum yfir í míní gjaldeyrissjóð“ Hönnuðurinn og tískuskvísan Katrín Alda eigandi KALDA er mikil töskukona og elskar töskur sem virka jafn vel á mánudagsmorgni og laugardagskvöldi. Katrín Alda opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 23. maí 2024 11:30 Alltaf með jager skot í töskunni Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 16. maí 2024 11:30 „Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 9. maí 2024 11:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Mikil væntumþykja í garð lyklakippunnar Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 30. maí 2024 11:30
„Allt frá ofnæmistöflum yfir í míní gjaldeyrissjóð“ Hönnuðurinn og tískuskvísan Katrín Alda eigandi KALDA er mikil töskukona og elskar töskur sem virka jafn vel á mánudagsmorgni og laugardagskvöldi. Katrín Alda opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 23. maí 2024 11:30
Alltaf með jager skot í töskunni Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 16. maí 2024 11:30
„Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 9. maí 2024 11:30