UNICEF skóli Laugardals við Kirkjuteig Tryggvi Scehving Thorsteinsson skrifar 12. júní 2024 13:01 Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kynþáttafordómar Grunnskólar Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun