Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 13:43 Fólk kemur víðs vegar saman í dag til að minnast D-dagsins sem var fyrir 80 árum síðan. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Getty/Carl Court Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. Persichitti var á leið sinni til Normandí með skipi þegar heilsu hans hrakaði skyndilega þann 30. maí en hann var í kjölfarið fluttur á spítala í Þýskalandi þar sem hann lést daginn eftir 102 ára að aldri. Persichitti barðist fyrir hönd Bandaríkjamanna gegn Japönum í Kyrrahafi í seinni heimsstyrjöldinni. Fréttastofa BBC greinir frá. Var spenntur fyrir ferðalaginu Í dag safnast fyrrum hermenn bandamanna saman víðs vegar til að minnast þess að 156 þúsund hermenn gengu á land í Frakklandi sjötta júní árið 1944. Vísað er til dagsins sem D-dags en hann markar upphaf ósigurs Þýskalands og Öxulveldanna í seinni heimstyrjöldinni. Honor Flight, samtök fyrrum hermanna, tilkynnti um andlát Persichitti í dag en samtökin tóku fram að um merkan og auðmjúkan mann hafi verið að ræða. „Hann þjónaði þjóð sinni af hugrekki og án þess að hika,“ segir í tilkynningunni. Persichitti sagði í samtali við fréttamiðil í Rochester í Bandaríkjunum áður en hann lagði í ferðina sem myndi verða hans síðasta að hann væri mjög spenntur fyrir ferðalaginu og að hjartalæknir hans hafði hvatt hann til að ferðast. Frakkland Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Persichitti var á leið sinni til Normandí með skipi þegar heilsu hans hrakaði skyndilega þann 30. maí en hann var í kjölfarið fluttur á spítala í Þýskalandi þar sem hann lést daginn eftir 102 ára að aldri. Persichitti barðist fyrir hönd Bandaríkjamanna gegn Japönum í Kyrrahafi í seinni heimsstyrjöldinni. Fréttastofa BBC greinir frá. Var spenntur fyrir ferðalaginu Í dag safnast fyrrum hermenn bandamanna saman víðs vegar til að minnast þess að 156 þúsund hermenn gengu á land í Frakklandi sjötta júní árið 1944. Vísað er til dagsins sem D-dags en hann markar upphaf ósigurs Þýskalands og Öxulveldanna í seinni heimstyrjöldinni. Honor Flight, samtök fyrrum hermanna, tilkynnti um andlát Persichitti í dag en samtökin tóku fram að um merkan og auðmjúkan mann hafi verið að ræða. „Hann þjónaði þjóð sinni af hugrekki og án þess að hika,“ segir í tilkynningunni. Persichitti sagði í samtali við fréttamiðil í Rochester í Bandaríkjunum áður en hann lagði í ferðina sem myndi verða hans síðasta að hann væri mjög spenntur fyrir ferðalaginu og að hjartalæknir hans hafði hvatt hann til að ferðast.
Frakkland Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira