Budinger var fjölhæfur íþróttamaður á sínum yngri árum en valdiá endanum körfubolta. Í nýliðavalinu 2009 valdi Detroit Pistons hann en ákvað að skipta honum til Houston Rockets. Þar var hann til ársins 2012 þegar hann gekk í raðir Minnesota Timberwolves.
Þaðan fór hann til Indiana Pacers árið 2015 og Phoenix Suns ári síðar. Sama ár samdi hann við Baskonia á Spáni en lagði körfuboltaskóna svo á hilluna árið 2017. Skömmu síðar sneri hann sér að strandblaki og snýr nú aftur til Evrópu, að þessu sinni til að keppa í annarri íþrótt.
Budinger retired from basketball and began a full-time volleyball career in 2018... Now he's headed to the Olympics 👏 pic.twitter.com/iRs6Pt54Ct
— Bleacher Report (@BleacherReport) June 5, 2024
„Flestir eru frekar týndir eða ringlaðir þegar þeir leggja skóna á hilluna. Ég var heppinn að ná að skipta yfir í aðra íþrótt og spila á hæsta stigi,“ sagði Budinger í hlaðvarpsviðtali árið 2018.
Hann verður nú fyrsti leikmaður sögunnar til að hafa spilað í NBA-deildinni og í strandblaki á Ólympíuleikunum samkvæmt NBA Sports.