„Drekkum í dag og iðrumst á morgun!“ Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 4. júní 2024 09:30 Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Fíkn Matvöruverslun Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Skoðun Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun