„Drekkum í dag og iðrumst á morgun!“ Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 4. júní 2024 09:30 Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Fíkn Matvöruverslun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar