Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2024 21:56 Sunna Valgerðardóttir hefur verið ráðin til þingflokks VG. Vinstri græn Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira