Gildin sem sigldu forsetaembættinu í höfn Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:02 Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar