Að hitta hetjuna sína Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 31. maí 2024 19:31 Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun