Um afrekskonuna Katrínu Tómas Ísleifsson skrifar 31. maí 2024 18:01 Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun