Aldrei hitta hetjurnar þínar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 13:16 Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun