Hver er besti skólastjórinn? Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 31. maí 2024 12:15 Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun