Vofa húsagans býsnast enn Haukur Már Helgason skrifar 31. maí 2024 12:01 Árið 1995 urðu tímamót á Íslandi þegar tjáningarfrelsi var lögleitt að því leyti sem kannski mestu máli skiptir: þá varð íbúum landsins frjálst að gagnrýna embættismenn. Nánar til tekið var 108. grein hegningarlaga fjarlægð en hún hljómaði svo: „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þótt sönnuð sé. Embættismenn – það voru þá þingmenn, ráðherrar, skrifstofustjórar, lögreglumenn, lögreglustjórar og sýslumenn, saksóknarar og dómarar, fangelsismálastjóri, fangaverðir, prestar … þessa hópa var ef til vill ekki með öllu bannað að gagnrýna en störf þeirra var bannað að gagnrýna „á ótilhlýðilegan hátt“, jafnvel þó að sönnur hefðu verið færðar á inntak gagnrýninnar. Í þessari mynd var 108. greinin 55 ára gömul þegar hún var loks felld burt, samin við gerð Almennra hegningarlaga sem tóku gildi árið 1940. Inntakið átti sér þó dýpri rætur. Með Tilskipun um húsagann sem tók gildi árið 1746 var húsbændum landsins gert skylt að „áminna sín börn og hjú“ um að „tala sín á milli um Guðrækilega og uppbyggilega hluti“ eða „annað það sem ærlegt er og rétt kristnum manni sæmilegt“ en „vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eiðum og blóti, hégómlegum historium eða svokölluðum sögum, og amorsvísum, eða rímum“. Á þeim tíma var ekkert lögreglulið í landinu en landsmönnum öllum gert að sinna löggæslu samkvæmt goggunarröð sem náði frá æðstu embættum niður til sýslumanna, gegnum húsbændur inn á heimilin, og ef eitthvað skyldi út af bregða, ef einhver yrði uppvís að því að segja sögur eða fara með ósæmileg gamanmál, þá „álitist þeir með gapastokknum eftir undangengna aðvörun og gagni það ekki, þá með hærra og harðara straffi“. Síðan eru liðin 278 ár og þessu oki hefur verið smálétt af íbúum landsins. Stærstu skrefin í þá átt hafa verið stigin með réttarbótum frá útlöndum. Burtfelling 108. greinarinnar var eitt slíkt skref. Árið 1983 skrifaði Þorgeir Þorgeirson rithöfundur tvær blaðagreinar þar sem hann greindi frá frásögnum sem hann hafði heyrt af lögregluofbeldi í Reykjavík. Á grundvelli 108. greinarinnar var Þorgeir dæmdur fyrir þessar greinar, meðal annars vegna orðalagsins „einkennisklædd villidýr“, sem þar birtist, ásamt orðunum „einkennisbúin óargadýr“, „lögregluhrottar“ og fleira. Það vildi svo heppilega til að Þorgeir þekkti til réttar síns, ekki aðeins samkvæmt íslenskum lögum heldur hugmyndinni um mannréttindi, almennt, og Mannréttindasáttmála Evrópu sérstaklega. Hann höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, varði raunar um áratug í þann málarekstur, þar til hann hafði þar fullan sigur, sem leiddi loks til þessarar lagabreytingar. Í huga íslenskrar valdastéttar var Þorgeir á þessum tíma alls ekki skemmtilegur maður. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum, ekki í fyrsta sinn en í nýju samhengi, þegar ég sat við lestur sagnfræðirita sem eiga það sameiginlegt að birta vandaða heimildavinnu en draga af þeim undarlega afmarkaðar og hófstilltar ályktanir. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós: 108. grein hegningarlaga hafði auðvitað ekki bara áhrif á blaðamenn og rithöfunda heldur líka á störf sagnfræðinga. Ef til vill var ekki hvert einasta sagnfræðirit sem birtist fyrir árið 1995 heft af þeirri tilhlýðilegu kurteisi sem lögin kröfðust en líklega er þó vert að gruna þau öll um það. Þá hafa lögin áreiðanlega ekki verið ein að verki – lög eru þá fyrst orðin rótgróin þegar þorri fólks tekur ekki eftir að það fylgir þeim, upplifir þau sem náttúrulega staðreynd um góða siði og rétta breytni. Sérstaklega skemmtilegt fólk. Sú óhóflega kurteisi, stundum undirgefni, sem annars vönduð sagnfræðirit eiga til að sýna í garð valdamanna, lífs og liðinna – sú tilhneiging, andspænis vafa, að gera ráð fyrir að embættismenn og stofnanir hafi haft góðar og gildar – ef ekki beint réttmætar þá skiljanlegar – ástæður fyrir hverri sinni gjörð, sú slagsíða var einfaldlega lögbundin. Að einhverju leyti geta þess háttar skorður kannski verið frjósamar fyrir bókmenntir. Sumir segja að svona höft séu kjöraðstæður fyrir svolítið barrokk eða orðskrúð, því þá þarf að leita krókaleiðanna til að segja hlutina samt. En þau eru sannarlega ekki holl fyrir samfélagsumræðu, eða þá beitingu orða sem er ætlað að breyta einhverju. Að nafninu til hefur okkur nú, í 29 ár, verið frjálst að tala skýrt um fólk með völd. En gamlir vanar breytast hægt og enn getur margt verið í húfi, þó að fangelsisrefsing liggi ekki við, að fylgja þeim viðmiðum sem segjast vera sjálfsögð kurteisi og mannasiðir. Enn er til fólk sem blöskrar, þykir taka út fyrir allan þjófabálk, þegar annað fólk talar skýrt, reynir ekki einu sinni að vera skemmtilegt. Vofa húsagans stingur nú upp kollinum, eina ferðina enn, í kringum forsetakosningar. Sameiginlegt verkefni okkar hinna er að halda til streitu þessu ólokna verkefni sem við köllum nútíma. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1995 urðu tímamót á Íslandi þegar tjáningarfrelsi var lögleitt að því leyti sem kannski mestu máli skiptir: þá varð íbúum landsins frjálst að gagnrýna embættismenn. Nánar til tekið var 108. grein hegningarlaga fjarlægð en hún hljómaði svo: „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þótt sönnuð sé. Embættismenn – það voru þá þingmenn, ráðherrar, skrifstofustjórar, lögreglumenn, lögreglustjórar og sýslumenn, saksóknarar og dómarar, fangelsismálastjóri, fangaverðir, prestar … þessa hópa var ef til vill ekki með öllu bannað að gagnrýna en störf þeirra var bannað að gagnrýna „á ótilhlýðilegan hátt“, jafnvel þó að sönnur hefðu verið færðar á inntak gagnrýninnar. Í þessari mynd var 108. greinin 55 ára gömul þegar hún var loks felld burt, samin við gerð Almennra hegningarlaga sem tóku gildi árið 1940. Inntakið átti sér þó dýpri rætur. Með Tilskipun um húsagann sem tók gildi árið 1746 var húsbændum landsins gert skylt að „áminna sín börn og hjú“ um að „tala sín á milli um Guðrækilega og uppbyggilega hluti“ eða „annað það sem ærlegt er og rétt kristnum manni sæmilegt“ en „vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eiðum og blóti, hégómlegum historium eða svokölluðum sögum, og amorsvísum, eða rímum“. Á þeim tíma var ekkert lögreglulið í landinu en landsmönnum öllum gert að sinna löggæslu samkvæmt goggunarröð sem náði frá æðstu embættum niður til sýslumanna, gegnum húsbændur inn á heimilin, og ef eitthvað skyldi út af bregða, ef einhver yrði uppvís að því að segja sögur eða fara með ósæmileg gamanmál, þá „álitist þeir með gapastokknum eftir undangengna aðvörun og gagni það ekki, þá með hærra og harðara straffi“. Síðan eru liðin 278 ár og þessu oki hefur verið smálétt af íbúum landsins. Stærstu skrefin í þá átt hafa verið stigin með réttarbótum frá útlöndum. Burtfelling 108. greinarinnar var eitt slíkt skref. Árið 1983 skrifaði Þorgeir Þorgeirson rithöfundur tvær blaðagreinar þar sem hann greindi frá frásögnum sem hann hafði heyrt af lögregluofbeldi í Reykjavík. Á grundvelli 108. greinarinnar var Þorgeir dæmdur fyrir þessar greinar, meðal annars vegna orðalagsins „einkennisklædd villidýr“, sem þar birtist, ásamt orðunum „einkennisbúin óargadýr“, „lögregluhrottar“ og fleira. Það vildi svo heppilega til að Þorgeir þekkti til réttar síns, ekki aðeins samkvæmt íslenskum lögum heldur hugmyndinni um mannréttindi, almennt, og Mannréttindasáttmála Evrópu sérstaklega. Hann höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, varði raunar um áratug í þann málarekstur, þar til hann hafði þar fullan sigur, sem leiddi loks til þessarar lagabreytingar. Í huga íslenskrar valdastéttar var Þorgeir á þessum tíma alls ekki skemmtilegur maður. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum, ekki í fyrsta sinn en í nýju samhengi, þegar ég sat við lestur sagnfræðirita sem eiga það sameiginlegt að birta vandaða heimildavinnu en draga af þeim undarlega afmarkaðar og hófstilltar ályktanir. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós: 108. grein hegningarlaga hafði auðvitað ekki bara áhrif á blaðamenn og rithöfunda heldur líka á störf sagnfræðinga. Ef til vill var ekki hvert einasta sagnfræðirit sem birtist fyrir árið 1995 heft af þeirri tilhlýðilegu kurteisi sem lögin kröfðust en líklega er þó vert að gruna þau öll um það. Þá hafa lögin áreiðanlega ekki verið ein að verki – lög eru þá fyrst orðin rótgróin þegar þorri fólks tekur ekki eftir að það fylgir þeim, upplifir þau sem náttúrulega staðreynd um góða siði og rétta breytni. Sérstaklega skemmtilegt fólk. Sú óhóflega kurteisi, stundum undirgefni, sem annars vönduð sagnfræðirit eiga til að sýna í garð valdamanna, lífs og liðinna – sú tilhneiging, andspænis vafa, að gera ráð fyrir að embættismenn og stofnanir hafi haft góðar og gildar – ef ekki beint réttmætar þá skiljanlegar – ástæður fyrir hverri sinni gjörð, sú slagsíða var einfaldlega lögbundin. Að einhverju leyti geta þess háttar skorður kannski verið frjósamar fyrir bókmenntir. Sumir segja að svona höft séu kjöraðstæður fyrir svolítið barrokk eða orðskrúð, því þá þarf að leita krókaleiðanna til að segja hlutina samt. En þau eru sannarlega ekki holl fyrir samfélagsumræðu, eða þá beitingu orða sem er ætlað að breyta einhverju. Að nafninu til hefur okkur nú, í 29 ár, verið frjálst að tala skýrt um fólk með völd. En gamlir vanar breytast hægt og enn getur margt verið í húfi, þó að fangelsisrefsing liggi ekki við, að fylgja þeim viðmiðum sem segjast vera sjálfsögð kurteisi og mannasiðir. Enn er til fólk sem blöskrar, þykir taka út fyrir allan þjófabálk, þegar annað fólk talar skýrt, reynir ekki einu sinni að vera skemmtilegt. Vofa húsagans stingur nú upp kollinum, eina ferðina enn, í kringum forsetakosningar. Sameiginlegt verkefni okkar hinna er að halda til streitu þessu ólokna verkefni sem við köllum nútíma. Höfundur er rithöfundur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun