Ærleg og heiðarleg manneskja Hlynur Hallsson skrifar 31. maí 2024 08:30 Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn því það er langt frá því að vera sjálfsagt mál að hafa þann rétt og það þurfti baráttu til að öðlast hann. Nú eigum við kost á að kjósa öflugan dugnaðarafork, sem hefur beitt sér fyrir mannréttinum á heimsvísu, réttindum kvenna og friðarmálum, í embætti forseta Íslands. Nýtum þessi réttindi. Þegar ég var 11 ára bar ég út bæklinga með stóru systur minni til stuðnings Vigdísi Finnbogadóttur. Það er góð minning. Í vikunni fór ég með dóttur minni sem hefur rétt til að kjósa í fyrsta sinn í forsetakosningum og við bárum út bréf til nýrra kjósenda í Innbænum á Akureyri. Það var góð tilfinning og gefandi. Það hefur verið afar ánægjulegt að vera sjálfboðaliði ásamt fjölmörgu stuðningsfólki Katrínar Jakobsdóttur fyrir þessar kosningar. Jákvæðni, bjartsýni og gleði hefur einkennt starfið með fjölbreyttum hópi sem kemur víða að úr samfélaginu. Reynsla og störf Katrínar segja mér að hún verður góður forseti beri okkur gæfa til að velja hana. Hún er örugglega ekki fullkomin, en hver er það svo sem? Katrín getur talað við alla, hvort sem það eru þjóðhöfðingjar eða verkafólk, listamenn eða prestar. Hún heillar fólk með hlýju, áhuga og væntumþykju en einnig rökfestu og umburðarlindi. Þannig forseta vil ég kjósa. Ég hef þekkt Katrínu lengi, nægilega lengi til að vita hvað mann hún hefur að geyma. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn því það er langt frá því að vera sjálfsagt mál að hafa þann rétt og það þurfti baráttu til að öðlast hann. Nú eigum við kost á að kjósa öflugan dugnaðarafork, sem hefur beitt sér fyrir mannréttinum á heimsvísu, réttindum kvenna og friðarmálum, í embætti forseta Íslands. Nýtum þessi réttindi. Þegar ég var 11 ára bar ég út bæklinga með stóru systur minni til stuðnings Vigdísi Finnbogadóttur. Það er góð minning. Í vikunni fór ég með dóttur minni sem hefur rétt til að kjósa í fyrsta sinn í forsetakosningum og við bárum út bréf til nýrra kjósenda í Innbænum á Akureyri. Það var góð tilfinning og gefandi. Það hefur verið afar ánægjulegt að vera sjálfboðaliði ásamt fjölmörgu stuðningsfólki Katrínar Jakobsdóttur fyrir þessar kosningar. Jákvæðni, bjartsýni og gleði hefur einkennt starfið með fjölbreyttum hópi sem kemur víða að úr samfélaginu. Reynsla og störf Katrínar segja mér að hún verður góður forseti beri okkur gæfa til að velja hana. Hún er örugglega ekki fullkomin, en hver er það svo sem? Katrín getur talað við alla, hvort sem það eru þjóðhöfðingjar eða verkafólk, listamenn eða prestar. Hún heillar fólk með hlýju, áhuga og væntumþykju en einnig rökfestu og umburðarlindi. Þannig forseta vil ég kjósa. Ég hef þekkt Katrínu lengi, nægilega lengi til að vita hvað mann hún hefur að geyma. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er myndlistarmaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar