Barnapíu á Bessastaði! Karl Sigurðsson skrifar 31. maí 2024 07:31 Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar