Að fortíð skal hyggja Guðrún Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:16 Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun