Inngönguspáin Eygló Halldórsdóttir skrifar 31. maí 2024 09:01 Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun