Forseti jafnréttis og hugsjóna í þágu samfélagsins Þóra Leósdóttir skrifar 30. maí 2024 13:01 Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun