Forseti jafnréttis og hugsjóna í þágu samfélagsins Þóra Leósdóttir skrifar 30. maí 2024 13:01 Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar