Stuðningsmaðurinn og valdið Ólöf Þorvaldsdóttir skrifar 30. maí 2024 09:31 Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér. Valdið opnar dyr - en lokar þeim líka. Frægð er nefnilega sjaldan ókeypis. Það á jafnt við um Marilyn Monroe sem fjölda Íslendinga. Íslenskur kálfur veit hvað til síns friðar heyrir. Frægð vekur stórar fyrirsagnir. Stóru fyrirsagnirnar segja hvorki frá óþekkta stuðningsmanninum, uppteknum í sauðburði, sjómanninum á kafi við að færa okkur fiskinn upp á diskinn né unga nemanum í prófum erlendis. Þær eru ekki valdar fyrir afskipta eldri borgarann, sem hefur ekki efni á ferð til kjörstaðar, eða öryrkjann sem hefur beðið í sjö ár eftir efndum. Stóru fyrirsagnirnar eru fræga stuðningsfólksins sem valdið valdi. Stuðningur er gjaldið fyrir kálfseldið - annars hangir skellurinn í loftinu; hurðarskellur sem sendir fólk út í kuldann og þá er eins gott að hafa sterk bein í nefi. Ég hef fylgst undanfarið með konu sem einmitt hefur sterk bein í nefi - konu sem óttast ekki skell en hefur kosið að standa við hlið þjóðarinnar, konu sem hefur kjark til að segja valdinu að heimilin skuli ganga framar auðvaldinu í orkumálum. Konu sem vill frið en ekki vopnavald. Konu sem vill auðga mannlíf og möguleika um allt land. Það er óumræðilega notalegt að geta treyst á heilindi og geta horft til þess að almenningur á Íslandi eigi ofurkonu eins og Höllu Hrund með sér í liði. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig magnaður persónuleiki hennar, mótaður af réttlætiskennd og ást á landi og þjóð snýr sér gegn þeim sem vinna gegn almannahag - og hvernig hún mun beita kröftum sínum fyrir fólkið í landinu. Ég hlakka til framtíðar með Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar