Kaldhæðni Katrínar Kristján Hreinsson skrifar 29. maí 2024 12:16 Hvar í veröldinni ætli það geti gerst – annars staðar en á Íslandi – að kosningaskrifstofu forsetaframbjóðanda er stýrt af manni sem stjórnar jafnframt fyrirtæki sem sér um skoðanakannanir fyrir þær sömu kosningar? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að gullfiskaminni þegnanna breytir slóttugu svikakvendi í draumadís glæstra vona? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að vonarstjarna vinstrimanna nýtur stuðnings valdaelítu auðmagnsins og þiggur mannætufylgi íhaldsins? Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar fjöldi fólks ákveður að kjósa forsetaframbjóðanda náhirðar og skrímsladeildar, frambjóðanda laxeldismanna, frambjóðanda svikinna loforða, frambjóðanda sem með svikum við kjósendur fór í eina sæng með versta andstæðingi vinstrimanna. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar Katrín leyfir Bjarna Ben að fara á milli ráðuneyta eins og hann sé að vinna hjá einkafyrirtæki. Lindarhvollsmálið, bankasala til ættingja, undirlægja við útgerðarglæpi og annað slíkt er aflaust bara tengt skoðanafrelsi. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar nær fjórðungur íslensku þjóðarinnar styður íhaldshækju sem virðist hafa það eitt að markmiði að vernda spillingu. Ég ætla að sætta mig við þetta skoðanafrelsi, samtímis ætla ég að hafa það skoðanafrelsi sem segir mér og ykkur öllum að Katrín Jakobsdóttir mun aldrei verða minn forseti. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Í orðum mínum er engin gremja og ekkert hatur, einungis sönn og einlæg sannfæring, tilfinning sem sótt er í ljós hjartans. Það má kæra mig, sekta, fangelsa og níða. Samt mun engum manni takast að eyða stolti mínu. Ég er stoltur þegar ég segi ykkur að ég fer aldrei í lið með höfðingjasleikjum, sál mín verður aldrei til sölu og ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem núna sækir stuðning sinn til þeirra sem eru sannir óvinir skoðanafrelsis, sannir óvinir sameiningartákna þjóðarinnar og sannir óvinir lýðræðis en samtímis sannir vinir spillingar, svika og auðræðis. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem sagði mér í símtali árið 2017 að hún ætlaði að setja nýju stjórnarskrána í réttan farveg, að hún ætlaði að laga til í vaxtasukkinu, setja á hátekjuskatt og sanngjarna leigu fyrir kvótann, að hún ætlaði að létta byrðar lítilmagnans. Ég mun ekki bera virðingu fyrir konunni sem lofaði mér því að hún færi aldrei í stjórn með sjálfstæðismönnum. Allir sem sem nennt hafa að líta í kringum sig á síðustu árum vita að við getum treyst Katrínu til að svíkja loforð. Hún stekkur úr valdamesta embætti landsins með allt í rúst. Níðþungir baggar almennings, vaxtaokur, svindl og svínarí blasir við. Íslenska tungan hefur aldrei áður verið á slíkri vonarvöl sem nú um stundir. Bleikir akrar svikinna loforða til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Búið er að bjóða upp eigur u.þ.b. 14.000 fjölskyldna á Íslandi, elli- og örorkulífeyrir hefur lækkað um þriðjung. En áfram er mokað undir auðvaldið, áfram eru afskrifaðar skuldir auðmanna, áfram dafna skúffufyrirtæki kennitöluflakkara. Ég hef spurt að því margsinnis núna í aðdraganda forsetakosninga hvort fólk geti bent mér á allt þetta mikilfenglega sem Katrín Jakobsdóttir hefur gert fyrir íslenska þjóð. Ég hef ekki fengið svo mikið sem eitt einasta svar. Það eina sem fólk gerir er að væna mig um illmælgi og óhróður þegar ég held því réttilega fram að Katrín hafi verið einn versti og slóttugasti stjórnmálamaður Íslands. Katrín Jakobsdóttir á hauka í horni – alla sem hún hefur hjálpað við að gera Ísland að landi einkavæðingar og auðmagnseigenda. Fyrrum drottning vinstrimanna er í dag peð á vígvelli auðvaldsins. Hin siðblinda hjörð vill nú leiða til Bessastaða haltan stjórnmálamann sem áður hefur gegnt því hlutverki að vera íhaldshækja. Nú á að tryggja að bankar, Landsvirkjun og annað sem auðmenn ásælast, fari til þeirra sem auðinn hafa. Katrín mun áfram veita auðjöfrunum sitt lið. Kaldhæðni Katrínar birtist í lygavef sem er í dag orðinn að hlægilegri hetjudáð hjá klappstýrum siðleysis við skotgrafir skinhelginnar, þar sem sálir eru til sölu. Hið merkilega er þó að virðing er ekki söluvara. Þeir eru samt margir sem telja að svo sé, vegna þess að enginn þarf að hafa í sér döngun til að vera óbreytt lydda. Ríkisbubbar, laxveiðibubbar, kvótabubbar og aðrir bubbar sameinast um að gefa Katrínu lofurð um stuðning. Ef þeir ætluðu sér virkilega að fara að ráðum hennar þá myndu þeir svíkja þau loforð þegar í kjörklefann kemur. Að mati siðblindingjanna þætti það hinn besti kostur. Margur þarf að minnast á meinsemdir og fleira en sannleikurinn særir þá sem síst hann vilja heyra. Höfundur er skáld og heimspekingur sem býr í Mílanó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hvar í veröldinni ætli það geti gerst – annars staðar en á Íslandi – að kosningaskrifstofu forsetaframbjóðanda er stýrt af manni sem stjórnar jafnframt fyrirtæki sem sér um skoðanakannanir fyrir þær sömu kosningar? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að gullfiskaminni þegnanna breytir slóttugu svikakvendi í draumadís glæstra vona? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að vonarstjarna vinstrimanna nýtur stuðnings valdaelítu auðmagnsins og þiggur mannætufylgi íhaldsins? Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar fjöldi fólks ákveður að kjósa forsetaframbjóðanda náhirðar og skrímsladeildar, frambjóðanda laxeldismanna, frambjóðanda svikinna loforða, frambjóðanda sem með svikum við kjósendur fór í eina sæng með versta andstæðingi vinstrimanna. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar Katrín leyfir Bjarna Ben að fara á milli ráðuneyta eins og hann sé að vinna hjá einkafyrirtæki. Lindarhvollsmálið, bankasala til ættingja, undirlægja við útgerðarglæpi og annað slíkt er aflaust bara tengt skoðanafrelsi. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar nær fjórðungur íslensku þjóðarinnar styður íhaldshækju sem virðist hafa það eitt að markmiði að vernda spillingu. Ég ætla að sætta mig við þetta skoðanafrelsi, samtímis ætla ég að hafa það skoðanafrelsi sem segir mér og ykkur öllum að Katrín Jakobsdóttir mun aldrei verða minn forseti. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Í orðum mínum er engin gremja og ekkert hatur, einungis sönn og einlæg sannfæring, tilfinning sem sótt er í ljós hjartans. Það má kæra mig, sekta, fangelsa og níða. Samt mun engum manni takast að eyða stolti mínu. Ég er stoltur þegar ég segi ykkur að ég fer aldrei í lið með höfðingjasleikjum, sál mín verður aldrei til sölu og ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem núna sækir stuðning sinn til þeirra sem eru sannir óvinir skoðanafrelsis, sannir óvinir sameiningartákna þjóðarinnar og sannir óvinir lýðræðis en samtímis sannir vinir spillingar, svika og auðræðis. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem sagði mér í símtali árið 2017 að hún ætlaði að setja nýju stjórnarskrána í réttan farveg, að hún ætlaði að laga til í vaxtasukkinu, setja á hátekjuskatt og sanngjarna leigu fyrir kvótann, að hún ætlaði að létta byrðar lítilmagnans. Ég mun ekki bera virðingu fyrir konunni sem lofaði mér því að hún færi aldrei í stjórn með sjálfstæðismönnum. Allir sem sem nennt hafa að líta í kringum sig á síðustu árum vita að við getum treyst Katrínu til að svíkja loforð. Hún stekkur úr valdamesta embætti landsins með allt í rúst. Níðþungir baggar almennings, vaxtaokur, svindl og svínarí blasir við. Íslenska tungan hefur aldrei áður verið á slíkri vonarvöl sem nú um stundir. Bleikir akrar svikinna loforða til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Búið er að bjóða upp eigur u.þ.b. 14.000 fjölskyldna á Íslandi, elli- og örorkulífeyrir hefur lækkað um þriðjung. En áfram er mokað undir auðvaldið, áfram eru afskrifaðar skuldir auðmanna, áfram dafna skúffufyrirtæki kennitöluflakkara. Ég hef spurt að því margsinnis núna í aðdraganda forsetakosninga hvort fólk geti bent mér á allt þetta mikilfenglega sem Katrín Jakobsdóttir hefur gert fyrir íslenska þjóð. Ég hef ekki fengið svo mikið sem eitt einasta svar. Það eina sem fólk gerir er að væna mig um illmælgi og óhróður þegar ég held því réttilega fram að Katrín hafi verið einn versti og slóttugasti stjórnmálamaður Íslands. Katrín Jakobsdóttir á hauka í horni – alla sem hún hefur hjálpað við að gera Ísland að landi einkavæðingar og auðmagnseigenda. Fyrrum drottning vinstrimanna er í dag peð á vígvelli auðvaldsins. Hin siðblinda hjörð vill nú leiða til Bessastaða haltan stjórnmálamann sem áður hefur gegnt því hlutverki að vera íhaldshækja. Nú á að tryggja að bankar, Landsvirkjun og annað sem auðmenn ásælast, fari til þeirra sem auðinn hafa. Katrín mun áfram veita auðjöfrunum sitt lið. Kaldhæðni Katrínar birtist í lygavef sem er í dag orðinn að hlægilegri hetjudáð hjá klappstýrum siðleysis við skotgrafir skinhelginnar, þar sem sálir eru til sölu. Hið merkilega er þó að virðing er ekki söluvara. Þeir eru samt margir sem telja að svo sé, vegna þess að enginn þarf að hafa í sér döngun til að vera óbreytt lydda. Ríkisbubbar, laxveiðibubbar, kvótabubbar og aðrir bubbar sameinast um að gefa Katrínu lofurð um stuðning. Ef þeir ætluðu sér virkilega að fara að ráðum hennar þá myndu þeir svíkja þau loforð þegar í kjörklefann kemur. Að mati siðblindingjanna þætti það hinn besti kostur. Margur þarf að minnast á meinsemdir og fleira en sannleikurinn særir þá sem síst hann vilja heyra. Höfundur er skáld og heimspekingur sem býr í Mílanó.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun