Katrínu sem forseta Eiríkur Finnur Greipsson skrifar 29. maí 2024 11:30 Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.Katrín Jakobsdóttir er mannasættir og leiðtogi. Einstaklingur með sterkar skoðanir sem kann þó að stilla eigin kröfur í takt við stöðu mála í flóknu samfélagi, þar sem virði samstöðu og samstarfs hefur hærra gildi en eigin metnaður og augnablikshagsmunir. Henni hefur farnast vel í umtalsverðum ólgusjó, á innlendum og erlendum vettvangi. Slíkt orðspor og framkoma er mikilvægur eiginleiki þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Forsetinn er ekki handhafi framkvæmdavalds né löggjafarvalds en hefur einstaka stöðu til að efla samstöðu og samhug þjóðarinnar.Við höfum horft til Katrínar með stolti sem einstaklings, sem þingmanns, sem ráðherra og ekki síst forsætisráðherra þegar áföll hafa dunið yfir samfélagið, stór sem smá byggðarlög, svo sem Flateyri, Seyðisfjörð og nú Grindavík. Hún hefur einnig látið málefni illa staddra einstaklinga til sín taka. Einstök var aðkoma stjórnvalda að COVID-19 ógninni þar sem hún sýndi mikla forystuhæfileika, yfirvegun, fórnfýsi og skynsemi. Henni er það tamt að sýna baráttuvilja, virðingu og auðmýkt fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi – en allt eru þetta eiginleikar sem forseti Íslands getur auðgað og eflt innan okkar samfélags með sínum störfum.Verk Katrínar Jakobsdóttur eru sýnileg, til sóma og gefa okkur mynd af því við hverju við megum búast. Mín fullvissa er að hún muni gegna embætti forseta Íslands af glæsileik og verða meðal þeirra þjóðhöfðingja sem munu setja mark sitt á jákvæða þróun hagsmunamála afkomenda okkar.En til þess þarf hún þinn stuðning, þitt atkvæði. Höfundur er tæknifræðingur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar