Taktík. - Fyrir fegurðina og lýðræðið Gunnlaugur Ólafsson skrifar 28. maí 2024 12:30 Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að kjörinn forseti þurfi meirihluta stuðning kjósenda. Hinsvegar í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir því að nái engin frambjóðenda meirihluta þá verði seinni umferð kosninga þar sem kosið er á milli tveggja efstu frambjóðenda úr fyrri umferð. Valdaelítur menningar og fjármagns hafa með undarlegum hætti sameinast á bakvið framboð Katrínar Jakobsdóttur. Helmingslíkur eru á að hún nái kjöri með innan við fjórðungs hlutfalli kjósenda. Fylgi hennar hefur reynst fasti á meðan fylgi við aðra hefur sveiflast. Nú þarf taktík í kosningum til að yfirvinna galla stjórnarskrár. Valdaelítur menningar og fjármála eru að sjálfsögðu á móti heilbrigðu lýðræði. Það liggur í eðli máls. Þeir vilja ekki missa spón úr aski sínum. Tengslaneit þeirra sem eiga og ráða eru líka á móti gildistöku nýrrar stjórnarskrár sem hefur þatttöku og samvinnu allra sem grunnforsendu. Heiðarleika og heilindi. Samkvæmt könnunum getur um helmingur landsmanna alls ekki sætt sig við að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti. Fyrir því liggja mjög margar ástæður. Flestar þeirra tengjast misnotkun valds. Það er eitt og sér óásættanlegt að hún yrði þá í eitt og hálft ár forseti yfir eigin ríkisstjórn. Þannig er hún vanhæf að staðfesta eigin frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um lagareldi og þar með gjaldfrjáls og ótakmörkaðar leyfisveitingar til fiskeldis. Líklegt er að tengslanet hennar í stjórnmálakreðsum landsins hafi áhrif í stjórnarmyndunarviðræðum. Það er hreint súrealískt eitt og sér að Hannes Hólmsteinn sem aðstoðaði fyrrverandi forseta Brasilíu við áætlanir um eyðingu Amazon regnskógarins og hugmyndasmiður íslenskrar gróðahyggju sé einn af helstu stuðningsmönnum fyrrum formanns Vinstri grænna. Engin prinsip. Bara völd. Sá frambjóðandi sem 90% landsmanna geta vel hugsað sér sem næsta forseta nefnist Halla Hrund Logadóttir Snæfríður Íslandssól heiðarleika og heilinda. Traustið og viskan sem við þurfum. Allir þurfa nú að leggjast á árar, með kæti og eftirvæntingu, að tryggja Höllu Hrund góða kosningu. Fyrir lýðræðið og fegurðina. Höfundur er lífeðlisfræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að kjörinn forseti þurfi meirihluta stuðning kjósenda. Hinsvegar í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir því að nái engin frambjóðenda meirihluta þá verði seinni umferð kosninga þar sem kosið er á milli tveggja efstu frambjóðenda úr fyrri umferð. Valdaelítur menningar og fjármagns hafa með undarlegum hætti sameinast á bakvið framboð Katrínar Jakobsdóttur. Helmingslíkur eru á að hún nái kjöri með innan við fjórðungs hlutfalli kjósenda. Fylgi hennar hefur reynst fasti á meðan fylgi við aðra hefur sveiflast. Nú þarf taktík í kosningum til að yfirvinna galla stjórnarskrár. Valdaelítur menningar og fjármála eru að sjálfsögðu á móti heilbrigðu lýðræði. Það liggur í eðli máls. Þeir vilja ekki missa spón úr aski sínum. Tengslaneit þeirra sem eiga og ráða eru líka á móti gildistöku nýrrar stjórnarskrár sem hefur þatttöku og samvinnu allra sem grunnforsendu. Heiðarleika og heilindi. Samkvæmt könnunum getur um helmingur landsmanna alls ekki sætt sig við að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti. Fyrir því liggja mjög margar ástæður. Flestar þeirra tengjast misnotkun valds. Það er eitt og sér óásættanlegt að hún yrði þá í eitt og hálft ár forseti yfir eigin ríkisstjórn. Þannig er hún vanhæf að staðfesta eigin frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um lagareldi og þar með gjaldfrjáls og ótakmörkaðar leyfisveitingar til fiskeldis. Líklegt er að tengslanet hennar í stjórnmálakreðsum landsins hafi áhrif í stjórnarmyndunarviðræðum. Það er hreint súrealískt eitt og sér að Hannes Hólmsteinn sem aðstoðaði fyrrverandi forseta Brasilíu við áætlanir um eyðingu Amazon regnskógarins og hugmyndasmiður íslenskrar gróðahyggju sé einn af helstu stuðningsmönnum fyrrum formanns Vinstri grænna. Engin prinsip. Bara völd. Sá frambjóðandi sem 90% landsmanna geta vel hugsað sér sem næsta forseta nefnist Halla Hrund Logadóttir Snæfríður Íslandssól heiðarleika og heilinda. Traustið og viskan sem við þurfum. Allir þurfa nú að leggjast á árar, með kæti og eftirvæntingu, að tryggja Höllu Hrund góða kosningu. Fyrir lýðræðið og fegurðina. Höfundur er lífeðlisfræðingur og leiðsögumaður.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar