Hver á að vera minn forseti? Auður Aþena Einarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:00 Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar