Hver á að vera minn forseti? Auður Aþena Einarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:00 Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar