Halla Tómasdóttir fyrir okkur unga fólkið Kári Sigfússon skrifar 27. maí 2024 16:00 1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar