Af hverju er Baldur mitt val Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. maí 2024 17:01 Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar