Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 23:26 Cassie Ventura þakkar fyrir þá umhyggju og ást sem henni hefur verið sýnd undanfarið. getty „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum. Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum.
Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09