Enginn axli ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts ungra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 11:21 Berglind Björg Arnarsdóttir og Winter Ivý kvöddu þennan heim alltof snemma. Foreldrar þeirra eru allt annað en sáttir við viðbrögð heilbrigðiskerfisins. Borgarfulltrúi Pírata er hugsi yfir því að forsvarsfólk í heilbrigðiskerfinu hafi ekki viðurkennt mistök og axlað ábyrgð í tveimur tilfellum þegar mjög ung börn létust. Það strái salti í sár syrgjandi foreldra að neitað sér fyrir mistök. Dóra Björt Guðjónsdóttir vísar til frásagna foreldra tveggja barna. Annars vegar foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldrarnir ætla að stefna ríkinu. Hins vegar vísar Dóra Björt til frásagnar Anitu Berkeley sem lýsir í Facebook færslu samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk á Barnaspítala Hringsins þegar tæplega sjö vikna gömul dóttir hennar var veik. Sú litla hafi verið metin sem hefðbundið kveisubarn og útskrifuð. Innan við hálfum sólarhring síðar var hún látin. „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana. Var send heim til að deyja,“ segir Anita í færslu sinni sem er í mikilli dreifingu. „Á síðasta fundi með forstjóra Landsspítalans var mér tilkynnt að þeir hefðu ekkert haldbært til að setja lækninn sem að útskrifaði hana af barnaspítalanum í leyfi á meðan á rannsóknum stendur. Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum!“ Skráning á atvikum innan barnaspítalans hafi verið ábótavant. „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknanna sem framkvæma þessi óafturkræfu mistök?“ spyr Anita. Lágmark að viðurkenna ábyrgð Dóra Björt er hugsi yfir heilbrigðiskerfinu. „Núna er ég á einum sólarhring búin að lesa um tvö alvarleg og frekar nýleg mistök af hendi heilbrigðiskerfisins þar sem mjög ung börn létust í kjölfarið. Í hvorugu tilfelli virðist forsvarsfólk heilbrigðiskerfisins hafa viðurkennt mistökin og axlað ábyrgðina. Eitthvað hefur þó borið á því að bætt sé úr ferlum. Hvers vegna er bætt úr ferlum ef ábyrgðin og mistökin eru ekki viðurkennd?“ spyr Dóra Björt. „Ég hef sjálf upplifað vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins. Hvert á að leita til að kvarta? Er verið að meta þjónustuupplifun almennt og breyta byggt á þeirri skoðun? Hið opinbera þarf að gera hlutina vel og hafa alvöru gæðaferla til að færa þeim ekki vopn sem vilja færa verkefnin yfir til einkaaðila.“ Hún segir lágmark að ábyrgð sé viðurkennd og bætt úr því sem þarf að bæta úr. „Svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð. Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifa. Að neita fyrir mistök er ekki leiðin til framfara og ekki til þess fallið að auka traust á kerfunum okkar. Fólk gerir mistök, stundum hafa þau mistök hræðilegar afleiðingar. Við viljum afstýra því, en til þess þarf að bæta úr og til þess að bæta úr af alvöru þarf að axla ábyrgð af alvöru.“ Hún segist meðvituð um að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. „Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin. Það er huggun harmi gegn ef hægt er að vera þess fullviss að allt verði gert til að bæta úr. Það er huggun harmi gegn að fá alvöru afsökunarbeiðni. Nú þarf að brettta upp ermar og gera betur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir vísar til frásagna foreldra tveggja barna. Annars vegar foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldrarnir ætla að stefna ríkinu. Hins vegar vísar Dóra Björt til frásagnar Anitu Berkeley sem lýsir í Facebook færslu samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk á Barnaspítala Hringsins þegar tæplega sjö vikna gömul dóttir hennar var veik. Sú litla hafi verið metin sem hefðbundið kveisubarn og útskrifuð. Innan við hálfum sólarhring síðar var hún látin. „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana. Var send heim til að deyja,“ segir Anita í færslu sinni sem er í mikilli dreifingu. „Á síðasta fundi með forstjóra Landsspítalans var mér tilkynnt að þeir hefðu ekkert haldbært til að setja lækninn sem að útskrifaði hana af barnaspítalanum í leyfi á meðan á rannsóknum stendur. Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum!“ Skráning á atvikum innan barnaspítalans hafi verið ábótavant. „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknanna sem framkvæma þessi óafturkræfu mistök?“ spyr Anita. Lágmark að viðurkenna ábyrgð Dóra Björt er hugsi yfir heilbrigðiskerfinu. „Núna er ég á einum sólarhring búin að lesa um tvö alvarleg og frekar nýleg mistök af hendi heilbrigðiskerfisins þar sem mjög ung börn létust í kjölfarið. Í hvorugu tilfelli virðist forsvarsfólk heilbrigðiskerfisins hafa viðurkennt mistökin og axlað ábyrgðina. Eitthvað hefur þó borið á því að bætt sé úr ferlum. Hvers vegna er bætt úr ferlum ef ábyrgðin og mistökin eru ekki viðurkennd?“ spyr Dóra Björt. „Ég hef sjálf upplifað vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins. Hvert á að leita til að kvarta? Er verið að meta þjónustuupplifun almennt og breyta byggt á þeirri skoðun? Hið opinbera þarf að gera hlutina vel og hafa alvöru gæðaferla til að færa þeim ekki vopn sem vilja færa verkefnin yfir til einkaaðila.“ Hún segir lágmark að ábyrgð sé viðurkennd og bætt úr því sem þarf að bæta úr. „Svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð. Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifa. Að neita fyrir mistök er ekki leiðin til framfara og ekki til þess fallið að auka traust á kerfunum okkar. Fólk gerir mistök, stundum hafa þau mistök hræðilegar afleiðingar. Við viljum afstýra því, en til þess þarf að bæta úr og til þess að bæta úr af alvöru þarf að axla ábyrgð af alvöru.“ Hún segist meðvituð um að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. „Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin. Það er huggun harmi gegn ef hægt er að vera þess fullviss að allt verði gert til að bæta úr. Það er huggun harmi gegn að fá alvöru afsökunarbeiðni. Nú þarf að brettta upp ermar og gera betur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira