Sjálfstæð Palestína skiptir heiminn máli Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 23. maí 2024 08:30 Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn og Írland fylgdu fordæminu og fjölgaði þannig vesturevrópskum ríkjum sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu úr tveimur í fimm í einu vetfangi. Nú eru liðin tæp 14 ár síðan við, Íslendingar, tilkynntum formlega að við skyldum styðja þrotlausa og blóðuga baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu eftir að Alþingi samþykkti ályktunina án mótatkvæðis. Svíþjóð gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. Það er því miður óhætt að fullyrða að óöldin sem nú ríkir í Palestínu eigi sér engin fordæmi. Kannski sem betur fer, þar sem ástandinu er hægt að líkja við helvíti á jörð. Því segja þau sem best til þekkja að þessi ákvörðun Noregs, Írlands og Spánar sé stærra og þýðingarmeira skref en mörg geri sér grein fyrir. Hörð viðbrögð Ísraelsstjórnar og bakhjarla þeirra í Washington segir líka sitt um mikilvægi málsins. Stuðningur Evrópuríkja skipti öllu máli og stríðið löngu farið að lita nánast öll alþjóðasamskipti. Meira en hundrað þúsund íbúar Palestínu, mest konur og börn, hafa ýmist verið drepin eða særst í árásum Ísraelshers síðustu mánuði. Við fögnum vonandi öll þann 28. maí næstkomandi, þegar fullveldi Palestínu verður fullgilt formlega í löndunum þremur. Og sömuleiðis vonum við líka að enn fleiri ríki geri eins og þau og fylgi fordæmi okkar Íslendinga, því þessu hræðilega stríði verður að ljúka. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun