Hitafundur í Laugarnesskóla vegna skólauppbyggingar Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. maí 2024 20:57 Foreldrum í Laugarnesskóla líst illa á áform borgarinnar. Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira