„Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. maí 2024 08:01 DeAndre Kane skoraði 35 stig og tók 12 fráköst í gær. Vísir/Diego DeAndre Kane átti stórkostlegan leik þegar Grindavík jafnaði Val í úrslitaeinvígi Subway deildar karla. Hann telur sjálfan sig vera besta leikmann deildarinnar og hefur fulla trú á því að Grindavík verði Íslandsmeistari með hann innanborðs. Grindavík var undir nánast allan leikinn í gær en átti frábæran lokasprett og sótti sigur undir lokin. „Trúin. Trú á hvorn annan, hver sem staðan er þá höldum við ró. Vorum undir allan leikinn en héldum áfram að berjast og gáfumst aldrei upp“ sagði Kane eftir að hafa skilað Grindavík sigrinum í gær. DeAndre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjunum, skoraði 35 stig í fyrsta leik og 37 stig í gær. Hann hefur áður sagt að hann sé besti leikmaður deildarinnar og vegna þess verði Grindavík Íslandsmeistari. „Ég var nú bara aðeins að grínast í fréttamanninum. En ég trúi því að mín reynsla vegi þungt og ég geti hjálpað þeim að verða meistarar. Engin spurning að þetta er ekki bara ég, við erum með frábæran hóp og frábæra þjálfara.“ Stefán Árni spurði þá hvort hann hafi átt við að reynslan sem hann býr yfir myndi hjálpa Grindavík að fara alla leið. „Ó já, Ég trúi því alveg að við verðum meistarar. Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi og ef ég er í liðinu þá verðum við meistarar.“ Klippa: PlayAir leiksins: DeAndre Kane Á leiknum í gær seldu Grindvíkingar boli merkta leikmönnum. Bolur DeAndre Kane var sá eini sem seldist upp í öllum stærðum. „Ég fæ mikla ást hérna. Aðdáendurnir hafa verið frábærir frá því ég kom og ég elska þá. Ég vil endurgjalda þessa ást með meistaratitli. Við höfum öll gengið í gegnum margt, bærinn á skilið titil og það er ég að reyna.“ Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur Vals og Grindavíkur fer fram á fimmtudag klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Grindavík var undir nánast allan leikinn í gær en átti frábæran lokasprett og sótti sigur undir lokin. „Trúin. Trú á hvorn annan, hver sem staðan er þá höldum við ró. Vorum undir allan leikinn en héldum áfram að berjast og gáfumst aldrei upp“ sagði Kane eftir að hafa skilað Grindavík sigrinum í gær. DeAndre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjunum, skoraði 35 stig í fyrsta leik og 37 stig í gær. Hann hefur áður sagt að hann sé besti leikmaður deildarinnar og vegna þess verði Grindavík Íslandsmeistari. „Ég var nú bara aðeins að grínast í fréttamanninum. En ég trúi því að mín reynsla vegi þungt og ég geti hjálpað þeim að verða meistarar. Engin spurning að þetta er ekki bara ég, við erum með frábæran hóp og frábæra þjálfara.“ Stefán Árni spurði þá hvort hann hafi átt við að reynslan sem hann býr yfir myndi hjálpa Grindavík að fara alla leið. „Ó já, Ég trúi því alveg að við verðum meistarar. Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi og ef ég er í liðinu þá verðum við meistarar.“ Klippa: PlayAir leiksins: DeAndre Kane Á leiknum í gær seldu Grindvíkingar boli merkta leikmönnum. Bolur DeAndre Kane var sá eini sem seldist upp í öllum stærðum. „Ég fæ mikla ást hérna. Aðdáendurnir hafa verið frábærir frá því ég kom og ég elska þá. Ég vil endurgjalda þessa ást með meistaratitli. Við höfum öll gengið í gegnum margt, bærinn á skilið titil og það er ég að reyna.“ Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur Vals og Grindavíkur fer fram á fimmtudag klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins