„Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. maí 2024 08:01 DeAndre Kane skoraði 35 stig og tók 12 fráköst í gær. Vísir/Diego DeAndre Kane átti stórkostlegan leik þegar Grindavík jafnaði Val í úrslitaeinvígi Subway deildar karla. Hann telur sjálfan sig vera besta leikmann deildarinnar og hefur fulla trú á því að Grindavík verði Íslandsmeistari með hann innanborðs. Grindavík var undir nánast allan leikinn í gær en átti frábæran lokasprett og sótti sigur undir lokin. „Trúin. Trú á hvorn annan, hver sem staðan er þá höldum við ró. Vorum undir allan leikinn en héldum áfram að berjast og gáfumst aldrei upp“ sagði Kane eftir að hafa skilað Grindavík sigrinum í gær. DeAndre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjunum, skoraði 35 stig í fyrsta leik og 37 stig í gær. Hann hefur áður sagt að hann sé besti leikmaður deildarinnar og vegna þess verði Grindavík Íslandsmeistari. „Ég var nú bara aðeins að grínast í fréttamanninum. En ég trúi því að mín reynsla vegi þungt og ég geti hjálpað þeim að verða meistarar. Engin spurning að þetta er ekki bara ég, við erum með frábæran hóp og frábæra þjálfara.“ Stefán Árni spurði þá hvort hann hafi átt við að reynslan sem hann býr yfir myndi hjálpa Grindavík að fara alla leið. „Ó já, Ég trúi því alveg að við verðum meistarar. Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi og ef ég er í liðinu þá verðum við meistarar.“ Klippa: PlayAir leiksins: DeAndre Kane Á leiknum í gær seldu Grindvíkingar boli merkta leikmönnum. Bolur DeAndre Kane var sá eini sem seldist upp í öllum stærðum. „Ég fæ mikla ást hérna. Aðdáendurnir hafa verið frábærir frá því ég kom og ég elska þá. Ég vil endurgjalda þessa ást með meistaratitli. Við höfum öll gengið í gegnum margt, bærinn á skilið titil og það er ég að reyna.“ Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur Vals og Grindavíkur fer fram á fimmtudag klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Grindavík var undir nánast allan leikinn í gær en átti frábæran lokasprett og sótti sigur undir lokin. „Trúin. Trú á hvorn annan, hver sem staðan er þá höldum við ró. Vorum undir allan leikinn en héldum áfram að berjast og gáfumst aldrei upp“ sagði Kane eftir að hafa skilað Grindavík sigrinum í gær. DeAndre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjunum, skoraði 35 stig í fyrsta leik og 37 stig í gær. Hann hefur áður sagt að hann sé besti leikmaður deildarinnar og vegna þess verði Grindavík Íslandsmeistari. „Ég var nú bara aðeins að grínast í fréttamanninum. En ég trúi því að mín reynsla vegi þungt og ég geti hjálpað þeim að verða meistarar. Engin spurning að þetta er ekki bara ég, við erum með frábæran hóp og frábæra þjálfara.“ Stefán Árni spurði þá hvort hann hafi átt við að reynslan sem hann býr yfir myndi hjálpa Grindavík að fara alla leið. „Ó já, Ég trúi því alveg að við verðum meistarar. Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi og ef ég er í liðinu þá verðum við meistarar.“ Klippa: PlayAir leiksins: DeAndre Kane Á leiknum í gær seldu Grindvíkingar boli merkta leikmönnum. Bolur DeAndre Kane var sá eini sem seldist upp í öllum stærðum. „Ég fæ mikla ást hérna. Aðdáendurnir hafa verið frábærir frá því ég kom og ég elska þá. Ég vil endurgjalda þessa ást með meistaratitli. Við höfum öll gengið í gegnum margt, bærinn á skilið titil og það er ég að reyna.“ Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur Vals og Grindavíkur fer fram á fimmtudag klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira