Katrín á Bessastaði Björn Snæbjörnsson skrifar 21. maí 2024 09:03 Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar