Baldur Þórhallsson er vitur og vís Bryndís Friðgeirsdóttir skrifar 18. maí 2024 07:01 Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar