Forsetinn má ekki fara á taugum Gísli Jökull Gíslason skrifar 16. maí 2024 12:01 Embætti forseta Íslands er síður en svo tilgangslaust embætti. Það er ekki valdamikið í hefðbundum pólitískum skilningi en þegar reynir á er forsetinn sameiningartákn þjóðarinnar. Forseti Íslands þarf að vera yfirvegaður, hafa jafnaðargeð og á stundum stáltaugar. Það þarf að vera reisn yfir forsetanum þegar á móti blæs og forsetinn þarf að þola gagnrýni, jafnvel ómálefnalega gagnrýni. Eitt af því sem ég hef kunnað að meta við Katrínu Jakobsdóttur er að hún er yfirveguð og talar ekki illa um aðra. Jafnvel þegar það er ómaklega að henni vegið persónulega. Það hefur líka reynt á Katrínu á erfiðum tímum, heimsfaraldur, eldgos og jarðskjálftar. Í þeim málum hefur hún staði sterk og þar hefur líka reynt á annan mannkost sem Katrín hefur til að bera, hún vinnur vel með öðrum. Hún hefur verið í forystu ríkisstjórnar ólíkra flokka sem hafa staðið saman á erfiðum tímum, hún hefur unnið vel með fagfólki sem þekkir hana af góðu þannig að það kemur fram til að lýsa stuðningi við hana. Þá hefur hún þegar notið hylli á meðal ráðamanna annara landa. Allt þetta ber merki um sterka persónu sem er sanngjörn og fagleg. Þegar ég styð Katrínu þá veit ég hvernig hún hefur staðið sig á raunastund. Hjá Katrínu hefur þegar reynt á alla þá mannkosti sem forseti Íslands þarf að hafa og hún hefur gert það vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er lögreglumaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er síður en svo tilgangslaust embætti. Það er ekki valdamikið í hefðbundum pólitískum skilningi en þegar reynir á er forsetinn sameiningartákn þjóðarinnar. Forseti Íslands þarf að vera yfirvegaður, hafa jafnaðargeð og á stundum stáltaugar. Það þarf að vera reisn yfir forsetanum þegar á móti blæs og forsetinn þarf að þola gagnrýni, jafnvel ómálefnalega gagnrýni. Eitt af því sem ég hef kunnað að meta við Katrínu Jakobsdóttur er að hún er yfirveguð og talar ekki illa um aðra. Jafnvel þegar það er ómaklega að henni vegið persónulega. Það hefur líka reynt á Katrínu á erfiðum tímum, heimsfaraldur, eldgos og jarðskjálftar. Í þeim málum hefur hún staði sterk og þar hefur líka reynt á annan mannkost sem Katrín hefur til að bera, hún vinnur vel með öðrum. Hún hefur verið í forystu ríkisstjórnar ólíkra flokka sem hafa staðið saman á erfiðum tímum, hún hefur unnið vel með fagfólki sem þekkir hana af góðu þannig að það kemur fram til að lýsa stuðningi við hana. Þá hefur hún þegar notið hylli á meðal ráðamanna annara landa. Allt þetta ber merki um sterka persónu sem er sanngjörn og fagleg. Þegar ég styð Katrínu þá veit ég hvernig hún hefur staðið sig á raunastund. Hjá Katrínu hefur þegar reynt á alla þá mannkosti sem forseti Íslands þarf að hafa og hún hefur gert það vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er lögreglumaður og rithöfundur.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar