Hugrekki Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 15:00 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar