Lausnin út í mýri? Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 15. maí 2024 12:31 Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun