Hreyfing og tengsl Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 14. maí 2024 14:31 Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun