Okkar forseti Þráinn Farestveit skrifar 14. maí 2024 11:01 Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun