Heimafæðingum fjölgar og teljast eðlilegri en áður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 23:02 Arney Þórarinsdóttir ræddi málið á Bylgjunni. vísir Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt. Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira