Þarf að rífa eina niður til að hífa mig upp? Þórunn Rakel Gylfadóttir skrifar 13. maí 2024 07:02 Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun