Meðmælabréf með forsetaefni Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 12. maí 2024 11:01 Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar