Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:50 Svínsnýrun undirbúin fyrir ígræðslu í Richard Slayman í mars. AP/Massachusetts General Hospital Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira