Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:50 Svínsnýrun undirbúin fyrir ígræðslu í Richard Slayman í mars. AP/Massachusetts General Hospital Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Hann var fyrsti lifandi maðurinn til að fá nýru með þessum hætti. Áður höfðu tveir heiladauðir menn fengið nýru úr svínum en báðir létust innan nokkurra mánaða. AP fréttaveitan hefur eftir yfirlýsingu frá forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem aðgerðin var framkvæmd að ekkert bendi til þess að Slayman hafi dáið vegna aðgerðarinnar. Slayman fékk fyrst grædd í sig nýru árið 2018 en þurfti að byrja á himnuskiljun aftur í fyrra þegar nýju nýrun fóru að bregðast honum. Þá lögðu læknar hans til að hann prófaði að láta græða í sig svínsnýru. Fjölskylda Slaymans hefur sent út yfirlýsingu þar sem læknum hans er þakkað fyrir að hafa gefið honum sjö vikur í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir hans segja að hann hafi ákveðið að undirgangast aðgerðina að hluta til að gefa öðrum sjúklingum séns á að fá ný nýru í framtíðinni. Rúmlega hundrað þúsund manns eru á biðlista eftir nýjum líffærum í Bandaríkjunum og eru flestir þeirra að bíða eftir nýjum nýrum. Þúsundir deyja á ári hverju áður en þau fá ný líffæri. Reynt hefur verið að græða líffæri úr dýrum í fólk en þeim er iðulega hafnað mjög fljótt af líkömum þeirra sem þau eru grædd í. Á undanförnum árum hafa tilraunir verið gerðar með líffæri erfðabreyttra svína sem eiga að gera líffærin líkari þeim sem finnast í mönnum og þannig draga úr líkunum á því að þeim sé hafnað. Í upphafi árs 2022 var hjarta úr svíni grætt í mann í fyrsta sinn. Hann lést þó síðar það ár en ekki sökum þess að líkami hans hafnaði hjartanu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Andlát Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira