Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2024 10:40 Joost Klein á sviði í Malmö á fimmtudaginn. EBU/Corinne Cumming Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. Áður var talað um að upptaka af framkomu Klein á fimmtudaginn yrði spiluð í kvöld en nú segja forsvarsmenn Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) að Hollendingar verði ekki með í keppninni að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í yfirlýsingu frá EBU segir að kona sem vinnur við söngvakeppnina hafi kvartað yfir Klein í kjölfar þess að hann flutti lag sitt Europapa á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð og var Klein yfirheyrður í gær. Í yfirlýsingunni segir að enginn annar tónlistarmaður komi að þessu atviki. Þar segir einnig að engin „óviðeigandi hegðun“ sé liðin þegar kemur að Eurovision. Hegðun Klein hafi verið metin sem brot á reglum keppninnar. Klein fékk ekki að taka þátt í æfingum á Eurovision í gær og voru einu útskýringar EBU þær að það væri vegna „atviks“ frá því á fimmtudaginn. Fjölmiðlar í Svíþjóð og Hollandi sögðu frá því í morgun að lögreglan hefði „ólöglegar hótanir“ í garð starfsmann söngvakeppninnar til rannsóknar. Málið væri komið á borð saksóknara í Svíþjóð og þeirra væri að ákveða hvort hann yrði ákærður. Það gæti tekið saksóknarar nokkrar vikur að taka þá ákvörðun. Hollenski miðillinn NOS hefur eftir forsvarsmönnum NPO, sambands ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands, að ákvörðunin sé mikil vonbrigði fyrir milljónir aðdáenda Eurovision í Hollandi og víðar í Evrópu. Farið verði ítarlega í saumana á atvikinu og ákvörðuninni. Forsvarsmenn AVROTROS, ríkisrekinnar stöðvar sem er aðili að NPO, segja ákvörðunina ekki vera í samræmi við hið meinta brot en lítið er vitað um það. We hebben kennis genomen van de diskwalificatie door de EBU. @AVROTROS vindt de diskwalificatie disproportioneel en is geschokt door de beslissing. We betreuren het enorm en komen er later inhoudelijk op terug. #eurovision2024 #europapa #joostklein pic.twitter.com/OBBLl2mU5x— Songfestival (@songfestival) May 11, 2024 Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Áður var talað um að upptaka af framkomu Klein á fimmtudaginn yrði spiluð í kvöld en nú segja forsvarsmenn Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) að Hollendingar verði ekki með í keppninni að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í yfirlýsingu frá EBU segir að kona sem vinnur við söngvakeppnina hafi kvartað yfir Klein í kjölfar þess að hann flutti lag sitt Europapa á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð og var Klein yfirheyrður í gær. Í yfirlýsingunni segir að enginn annar tónlistarmaður komi að þessu atviki. Þar segir einnig að engin „óviðeigandi hegðun“ sé liðin þegar kemur að Eurovision. Hegðun Klein hafi verið metin sem brot á reglum keppninnar. Klein fékk ekki að taka þátt í æfingum á Eurovision í gær og voru einu útskýringar EBU þær að það væri vegna „atviks“ frá því á fimmtudaginn. Fjölmiðlar í Svíþjóð og Hollandi sögðu frá því í morgun að lögreglan hefði „ólöglegar hótanir“ í garð starfsmann söngvakeppninnar til rannsóknar. Málið væri komið á borð saksóknara í Svíþjóð og þeirra væri að ákveða hvort hann yrði ákærður. Það gæti tekið saksóknarar nokkrar vikur að taka þá ákvörðun. Hollenski miðillinn NOS hefur eftir forsvarsmönnum NPO, sambands ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands, að ákvörðunin sé mikil vonbrigði fyrir milljónir aðdáenda Eurovision í Hollandi og víðar í Evrópu. Farið verði ítarlega í saumana á atvikinu og ákvörðuninni. Forsvarsmenn AVROTROS, ríkisrekinnar stöðvar sem er aðili að NPO, segja ákvörðunina ekki vera í samræmi við hið meinta brot en lítið er vitað um það. We hebben kennis genomen van de diskwalificatie door de EBU. @AVROTROS vindt de diskwalificatie disproportioneel en is geschokt door de beslissing. We betreuren het enorm en komen er later inhoudelijk op terug. #eurovision2024 #europapa #joostklein pic.twitter.com/OBBLl2mU5x— Songfestival (@songfestival) May 11, 2024
Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14