Flokkur fólksins mun ekki samþykkja að hækka leigu hjá Félagsbústöðum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 10. maí 2024 11:00 Félagsbústaðir eru B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar og er óhagnaðardrifið félag. Viðskiptamódel Félagsbústaða gengur ekki upp miðað við núverandi forsendur sem er að rekstur félagsins skuli vera sjálfbær. Í umræðunni er að hækka leiguna. Félagsbústaðir standa ekki undir greiðslubyrði lána að óbreyttu. Það þarf atkvæði meirihluta fulltrúa í velferðarráði til að hækka leiguna hjá Félagsbústöðum. Flokkur fólksins sem á þar fulltrúa mun ekki samþykkja að leiga verði hækkuð til þess að halda þessu fyrirtæki á floti. Finna þarf aðrar leiðir eða breyta viðskiptamódelinu. Skoða mætti að styrkja Félagsbústaði með öðrum hætti en þá er það vissulega í skjön við markmið félagsins þ.e. að verða sjálfbært. En atkvæði minnihlutans mega sín lítils því meirihlutinn í velferðarráði er með sín meirihlutaatkvæði. Taki meirihlutinn ákvörðun um að hækka leigu félagslegum íbúðum geta þau gert það sama hvernig minnihlutinn greiðir atkvæði. Aðeins verið að blekkja Enn og aftur er borgarbúum boðið upp á hálfgert gerviuppgjör hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar. Í því sambandi er vísað til matsbreytinga fjárfestingaeigna í ársreikningi Félagsbústaða Reykjavíkurborgar. Í þessu felst að bókfært verð íbúða Félagsbústaða er endurmetið samkvæmt matsbreytingum á almennum íbúðamarkaði. Aukið verðmæti þeirra er ár hvert fært sem hagnaður í ársreikningi. Þessi reikningsskilaaðferð hefur margsinnis verið gagnrýnd af Flokki fólksins og fleirum. Matsbreytingar námu um 5 milljörðum króna á síðasta ári og eru þær færðar sem hagnaður sem er einungis tilkominn vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna Félagsbústaða. Hér er því um gervikrónur að ræða því íbúðir Félagsbústaða verða aldrei seldar á almennum markaði. Áður var verðmæti eigna Félagsbústaða bókfært á kostnaðarverði en ekki samkvæmt reiknuðu gangvirði samkvæmt verðþróun á almennum markaði. Þegar harðna fór á dalnum í fjármálum var gripið til þess ráðs að skipta um matsaðferð til að láta stöðuna líta skár út. Með þessu er verið að slá ryki í augu borgarbúa til að láta svo líta út að afkoman sé betri en hún er í raun og veru. Ef eignir Félagsbústaða væru metnar á kostnaðarverði fremur en gangvirði á almennum markaði þá kæmi skýrt í ljós hve illa fjárhagslega Félagsbústaðir eru í raun staddir. Reikningsskil eiga að sýna fjárhagslega stöðu fyrirtækisins (rekstur og efnahag) eins og hún er í raun og veru en ekki vera nýtt til að setja upp einhvern gerviveruleika. Það væri alveg eins hægt að reikna alla skóla borgarinnar, sundlaugar og íþróttahús upp til einhvers matsverðs til að breyta ,,efnahagslegri ásýnd“ borgarsjóðs. Rekstur félagslegs húsnæðis er lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga og því verða allar eignir Félagsbústaða aldrei seldar allar í einu. Hægt er að fullyrða að með þessari reikningsskilaaðferð sé ekki aðeins verið að slá ryki í augu borgarbúa, heldur að farið sé á svig við alþjóðalega reikningsskilastaðla sem þó er fullyrt að hafðir séu að leiðarljósi í ársreikningi Félagsbústaða. Í ársreikningi segir fullum fetum að hann sé gerður í samræmi við IFRS reikningsskilastaðalinn (International Financial Reporting Standards) sem byggir á fjórum grundvallaratriðum en þau eru skýrleiki (clarity), mikilvægi (relevance), áreiðanleiki (reliability) og samanburðarhæfni (comparability). Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvort ársreikningur Félagsbústaða standist þær kröfur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir eru B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar og er óhagnaðardrifið félag. Viðskiptamódel Félagsbústaða gengur ekki upp miðað við núverandi forsendur sem er að rekstur félagsins skuli vera sjálfbær. Í umræðunni er að hækka leiguna. Félagsbústaðir standa ekki undir greiðslubyrði lána að óbreyttu. Það þarf atkvæði meirihluta fulltrúa í velferðarráði til að hækka leiguna hjá Félagsbústöðum. Flokkur fólksins sem á þar fulltrúa mun ekki samþykkja að leiga verði hækkuð til þess að halda þessu fyrirtæki á floti. Finna þarf aðrar leiðir eða breyta viðskiptamódelinu. Skoða mætti að styrkja Félagsbústaði með öðrum hætti en þá er það vissulega í skjön við markmið félagsins þ.e. að verða sjálfbært. En atkvæði minnihlutans mega sín lítils því meirihlutinn í velferðarráði er með sín meirihlutaatkvæði. Taki meirihlutinn ákvörðun um að hækka leigu félagslegum íbúðum geta þau gert það sama hvernig minnihlutinn greiðir atkvæði. Aðeins verið að blekkja Enn og aftur er borgarbúum boðið upp á hálfgert gerviuppgjör hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar. Í því sambandi er vísað til matsbreytinga fjárfestingaeigna í ársreikningi Félagsbústaða Reykjavíkurborgar. Í þessu felst að bókfært verð íbúða Félagsbústaða er endurmetið samkvæmt matsbreytingum á almennum íbúðamarkaði. Aukið verðmæti þeirra er ár hvert fært sem hagnaður í ársreikningi. Þessi reikningsskilaaðferð hefur margsinnis verið gagnrýnd af Flokki fólksins og fleirum. Matsbreytingar námu um 5 milljörðum króna á síðasta ári og eru þær færðar sem hagnaður sem er einungis tilkominn vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna Félagsbústaða. Hér er því um gervikrónur að ræða því íbúðir Félagsbústaða verða aldrei seldar á almennum markaði. Áður var verðmæti eigna Félagsbústaða bókfært á kostnaðarverði en ekki samkvæmt reiknuðu gangvirði samkvæmt verðþróun á almennum markaði. Þegar harðna fór á dalnum í fjármálum var gripið til þess ráðs að skipta um matsaðferð til að láta stöðuna líta skár út. Með þessu er verið að slá ryki í augu borgarbúa til að láta svo líta út að afkoman sé betri en hún er í raun og veru. Ef eignir Félagsbústaða væru metnar á kostnaðarverði fremur en gangvirði á almennum markaði þá kæmi skýrt í ljós hve illa fjárhagslega Félagsbústaðir eru í raun staddir. Reikningsskil eiga að sýna fjárhagslega stöðu fyrirtækisins (rekstur og efnahag) eins og hún er í raun og veru en ekki vera nýtt til að setja upp einhvern gerviveruleika. Það væri alveg eins hægt að reikna alla skóla borgarinnar, sundlaugar og íþróttahús upp til einhvers matsverðs til að breyta ,,efnahagslegri ásýnd“ borgarsjóðs. Rekstur félagslegs húsnæðis er lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga og því verða allar eignir Félagsbústaða aldrei seldar allar í einu. Hægt er að fullyrða að með þessari reikningsskilaaðferð sé ekki aðeins verið að slá ryki í augu borgarbúa, heldur að farið sé á svig við alþjóðalega reikningsskilastaðla sem þó er fullyrt að hafðir séu að leiðarljósi í ársreikningi Félagsbústaða. Í ársreikningi segir fullum fetum að hann sé gerður í samræmi við IFRS reikningsskilastaðalinn (International Financial Reporting Standards) sem byggir á fjórum grundvallaratriðum en þau eru skýrleiki (clarity), mikilvægi (relevance), áreiðanleiki (reliability) og samanburðarhæfni (comparability). Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvort ársreikningur Félagsbústaða standist þær kröfur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun