Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar.
- Grikkland
- Sviss
- Austurríki
- Armenía
- Lettland
- Georgía
- Eistland
- Ísrael
- Noregur
- Holland
Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru:
- Serbía
- Portúgal
- Slóvenía
- Úkraína
- Litháen
- Finnland
- Kýpur
- Króatía
- Írland
- Lúxemborg
Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu
Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu.
Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan.
Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði.
Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter.
🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the end
— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024
If we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0
Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela.
Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti.
Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals.
— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024
The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.
🎥 @HenryMcKean
pic.twitter.com/dMgv2trz3B
Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram.
Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag.
Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld.