Meintur fjárdráttur mikið áfall fyrir starfsfólk skólans Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Björn S. Lárusson sveitarstjóri segir að konunni hafi verið sagt upp störfum um leið og málið kom upp. Samsett Kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt í störfum sínum sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér tæplega níu milljónir króna af fjármunum bæði grunnskóla og félagsmiðstöðvar í Langanesbyggð á tímabilinu 2016 til 2020. Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira